Breyta 1850 fermetrum í mínígolf "töfraveröld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Sigmar Vilhjálmsson segist vera hálfgalinn að ráða í þetta verkefni, umfangið sé slíkt. Vísir/anton Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50
Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15