Hugleiðing um samfélagslega ábyrgð Drífa Snædal skrifar 15. nóvember 2019 08:30 Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samherjaskjölin Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar