Mótmælt um allt Íran eftir að eldsneytisverð hækkaði um 50 prósent Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 12:14 Olíuverð var hækkað um 50 prósent í gær af írönsku ríkisstjórninni. AP/Vahid Salemi Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13