Þungatakmarkanir á Ölfusárbrú með tilkomu nýrrar brúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni.
Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira