Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 14:19 Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. vísir/vilhelm Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira