Þú ert sætur Anna Claessen skrifar 19. nóvember 2019 09:30 „Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Claessen Ástin og lífið Tinder Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar