
Håland feðgar að skoða sig um í Manchester?

Í enskum fjölmiðlum í dag er fullyrt að Alf Inge Håland, faðir Erling, hafi heimsótt æfingasvæði Manchester United á dögunum og leiða því margir líkum að því að þeir feðgar séu farnir að undirbúa næsta áfangastað piltsins.
Alf Inge lék á árum áður með Leeds, Man City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Erling fæddist í Leeds og hefur viðurkennt að hans draumur sé að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur einnig sterka tengingu við knattspyrnustjóra Manchester United þar sem landi hans, Ole Gunnar Solskjær, er þjálfara rauða liðsins í Manchester borg og hefur jafnframt unnið með Erling áður þar sem Erling lék undir hans stjórn hjá Molde í heimalandinu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Haaland undanfarið og meðal annars verið talað um að Man Utd vilji klófesta kappann strax þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.
Tengdar fréttir

Håland gaf Manchester United undir fótinn er hann hrósaði Solskjær í hástert
Hinn nítján ára gamli Erling Braut Håland, sem leikur með Red Bull Salzburg í Austurríki, hrósaði Ole Gunnar Solskjært í hástert í viðtali við TV2.

Njósnarar Manchester United fylgdust með Håland gera mörkin þrjú
Fjölmiðlar í Austurríki greina frá því að njósnari frá Manchester United hafi séð Norðmanninn unga og efnilega, Erling Braut Håland, fara á kostum í Meistaradeildinni í vikunni.

Sefur með boltana fimm sem hann hefur skorað þrennu með
Norska ungstirninu þykir vænt um boltana sem hann hefur skorað þrennu með.

Fimmta þrenna norska ungstirnisins í vetur
Erling Braut Haaland er líklega eftirsóttasti sóknarmaður Evrópu um þessar mundir.

Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga
Erling Braut Håland er að slá í gegn í norska boltanum og mörg stórlið Evrópu renna hýru auga til kappans. Karl faðir hans gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni undir lok síðustu aldar.

Nýjasta vonarstjarna Norðmanna vill líkjast Zlatan
Erling Braut Håland gæti orðið næsta stórstjarna Skandinava í fótboltanum.

Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM
Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag.

Solskjær býst kannski við tveimur kaupum í janúar en aðalfjörið verður í sumar
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var spurður út í það hvað félagið ætli að gera í leikmannamálum sínum í janúarglugganum. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum er orðaður við Old Trafford en hver er stefna norska stjórans?