Er þjóðin okkar sæl? Árný Björg Blandon skrifar 19. nóvember 2019 13:30 „Sæl er sú þjóð sem á Drottinn að Guði” stendur í bók bókanna og rak ég augun í þessa setningu fyrir skömmu. Þetta fannst mér athyglisvert og ég staldraði við, hugsanir mínar fóru á flug. Mig setti verulega hljóða og þessi spurning virkilega greip mig, erum við sæl sem þjóð? Þó svo framfarir í þjóðfélaginu séu miklar og margar til verulegra bóta, þá finnst mér siðferðisþrekið ekki vaxa til samræmis við aðrar framfarir. Og þetta get ég sagt af því hef lifað mörg ár og fylgst með þróuninni. Hvernig við hlúum t.d. að börnunum okkar. Börn og unglingar eiga mörg hver mjög erfitt, bæði heima fyrir og í skóla. Óöryggi þeirra og ég leyfi mér að segja, uppeldisleysi brýst oft fram í tilætlunarsemi, agaleysi og það sem í minni ungdómstíð var einfaldlega kallað frekja. Þau kunna sig ekki blessuð greyin, enda ekki víst að fyrirmyndin fyrir lífið hafi verið góð. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn, en lífsleikni margra er ekki mikil. Auðvitað voru margvísleg vandamál á mínum skólaárum líka, en ég minnist ekki þessarar hörku og jafnvel grófra brota. Ég þekki vel til foreldra sem eiga í slíkum vandræðum með börn sín að þau eru nánast orðin ráðalaus. Á mínum barns- og unglingsárum var kristinfræði hluti af kennslunni í skólunum. Kristinfræði var reyndar eitt af mínum uppáhaldsfögum og ég leitaði oft í fallegu sögurnar, þær gáfu öryggi og hlýju þegar mér leið illa af einhverjum ástæðum. Að lesa frásögur Biblíunnar gerði mér sum sé gott en ekki illt og veit ég reyndar ekki um eina einustu sál sem telur líf sitt hafa verið eyðilagt með kristnifræðikennslu, þvert á móti. Nei, það eru önnur öfl sem skemma börnin okkar. Það hefur alltaf verið talað um Ísland sem kristna þjóð. En ég veit ekki alveg hvað ætti að kalla hana núna, ef ekki má lengur kenna og fræða um þann trúararf sem þjóðin hefur átt um aldaraðir. Við þurfum að taka okkur á í kærleikanum. Það er svo margt gert og sagt sem meiðir, jafnvel inni á heimilum okkar, sem á að vera friðarhöfn hvers og eins. Og nú nálgast jólahátíðin og þá skulum við ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Lítum upp úr eigin auðsöfnun og réttum þeim hjálparhönd, þeim sem jafnvel eiga ekki fyrir mat á jólum. Er okkur öllum sama um nágrannann, er okkur sama um annað fólk, hvernig þau hafa það dags daglega? Hugarfar afskiptaleysis og eigingirni birtist oft vel á samfélagsmiðlum, þar sem sumir tjá sig bæði á orðljótan og meiðandi hátt og Guð forði þeim sem hafa aðra skoðun en þá „réttu“. Þetta er ekki góð þróun, en endurspeglar sálarástand þjóðarinnar að hluta til. Hvað varð um manngæskuna? Ég er ekki svo viss um að þjóð okkar sé sæl, a.m.k. ekki stór hluti hennar. Meðan græðgin aðeins vex og dafnar verðum við ekki sæl þjóð. Það þarf að skipta græðgi út fyrir manngæsku og kærleika. Græðgi okkar og eiginhagsmunagæsla birtist líka í afstöðu okkar og umgengni við þá sem koma hingað sem innflytjendur eða ferðamenn. Hvar er almenn kurteisi og gestrisni, er hún ekki lengur við lýði? Nei, græðum bara sem mest á ferðamönnunum og höfum horn í síðu innflytjenda. Þessi bjagaða afstaða til lífsins hefur nú náð nýjum hæðum, með svikum og prettum á fátæku þróunarlandi, eins og alþjóð veit. Hvað gerir þjóð okkar sæla? Verðug skref í þá áttina væri að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Margir þekkja söguna um miskunnsama Samverjann. Ég lærði þessa sögu í barnaskóla og hef aldrei gleymt henni. Boðskapurinn er góður og fellur aldrei úr gildi. Maður nokkur var á leið frá Jerúsalem yfir til Jeríkó þegar ræningjar réðust á hann, börðu hann til óbóta og létu hann eftir nær dauðvona. Prestur einn kom að honum en stoppaði ekki til að hjálpa honum né heldur Levíti sem gekk fram hjá honum. Þeim var alveg sama hvort hann lifði eða dó, voru of háir herrar í stöðum sínum til að láta auman þegn sig varða. Þá kom þar að Samverji sem Gyðingar höfðu andúð á og þeirra trú. Hann stoppaði, tók þennan mann, fór með hann á gistihús þar sem hann bað um umönnun fyrir hann og sagðist myndu sjá um allan kostnað. Ég lærði af þessari sögu að maður á virða allt fólk og hjálpa ef það er í okkar valdi. Ég get ómögulega séð af hverju börnin okkar mega ekki lengur læra um þessi heilbrigðu og góðu lífsviðhorf í skólanum.Höfundur er þýðandi og textaritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Trúmál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Sæl er sú þjóð sem á Drottinn að Guði” stendur í bók bókanna og rak ég augun í þessa setningu fyrir skömmu. Þetta fannst mér athyglisvert og ég staldraði við, hugsanir mínar fóru á flug. Mig setti verulega hljóða og þessi spurning virkilega greip mig, erum við sæl sem þjóð? Þó svo framfarir í þjóðfélaginu séu miklar og margar til verulegra bóta, þá finnst mér siðferðisþrekið ekki vaxa til samræmis við aðrar framfarir. Og þetta get ég sagt af því hef lifað mörg ár og fylgst með þróuninni. Hvernig við hlúum t.d. að börnunum okkar. Börn og unglingar eiga mörg hver mjög erfitt, bæði heima fyrir og í skóla. Óöryggi þeirra og ég leyfi mér að segja, uppeldisleysi brýst oft fram í tilætlunarsemi, agaleysi og það sem í minni ungdómstíð var einfaldlega kallað frekja. Þau kunna sig ekki blessuð greyin, enda ekki víst að fyrirmyndin fyrir lífið hafi verið góð. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn, en lífsleikni margra er ekki mikil. Auðvitað voru margvísleg vandamál á mínum skólaárum líka, en ég minnist ekki þessarar hörku og jafnvel grófra brota. Ég þekki vel til foreldra sem eiga í slíkum vandræðum með börn sín að þau eru nánast orðin ráðalaus. Á mínum barns- og unglingsárum var kristinfræði hluti af kennslunni í skólunum. Kristinfræði var reyndar eitt af mínum uppáhaldsfögum og ég leitaði oft í fallegu sögurnar, þær gáfu öryggi og hlýju þegar mér leið illa af einhverjum ástæðum. Að lesa frásögur Biblíunnar gerði mér sum sé gott en ekki illt og veit ég reyndar ekki um eina einustu sál sem telur líf sitt hafa verið eyðilagt með kristnifræðikennslu, þvert á móti. Nei, það eru önnur öfl sem skemma börnin okkar. Það hefur alltaf verið talað um Ísland sem kristna þjóð. En ég veit ekki alveg hvað ætti að kalla hana núna, ef ekki má lengur kenna og fræða um þann trúararf sem þjóðin hefur átt um aldaraðir. Við þurfum að taka okkur á í kærleikanum. Það er svo margt gert og sagt sem meiðir, jafnvel inni á heimilum okkar, sem á að vera friðarhöfn hvers og eins. Og nú nálgast jólahátíðin og þá skulum við ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Lítum upp úr eigin auðsöfnun og réttum þeim hjálparhönd, þeim sem jafnvel eiga ekki fyrir mat á jólum. Er okkur öllum sama um nágrannann, er okkur sama um annað fólk, hvernig þau hafa það dags daglega? Hugarfar afskiptaleysis og eigingirni birtist oft vel á samfélagsmiðlum, þar sem sumir tjá sig bæði á orðljótan og meiðandi hátt og Guð forði þeim sem hafa aðra skoðun en þá „réttu“. Þetta er ekki góð þróun, en endurspeglar sálarástand þjóðarinnar að hluta til. Hvað varð um manngæskuna? Ég er ekki svo viss um að þjóð okkar sé sæl, a.m.k. ekki stór hluti hennar. Meðan græðgin aðeins vex og dafnar verðum við ekki sæl þjóð. Það þarf að skipta græðgi út fyrir manngæsku og kærleika. Græðgi okkar og eiginhagsmunagæsla birtist líka í afstöðu okkar og umgengni við þá sem koma hingað sem innflytjendur eða ferðamenn. Hvar er almenn kurteisi og gestrisni, er hún ekki lengur við lýði? Nei, græðum bara sem mest á ferðamönnunum og höfum horn í síðu innflytjenda. Þessi bjagaða afstaða til lífsins hefur nú náð nýjum hæðum, með svikum og prettum á fátæku þróunarlandi, eins og alþjóð veit. Hvað gerir þjóð okkar sæla? Verðug skref í þá áttina væri að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Margir þekkja söguna um miskunnsama Samverjann. Ég lærði þessa sögu í barnaskóla og hef aldrei gleymt henni. Boðskapurinn er góður og fellur aldrei úr gildi. Maður nokkur var á leið frá Jerúsalem yfir til Jeríkó þegar ræningjar réðust á hann, börðu hann til óbóta og létu hann eftir nær dauðvona. Prestur einn kom að honum en stoppaði ekki til að hjálpa honum né heldur Levíti sem gekk fram hjá honum. Þeim var alveg sama hvort hann lifði eða dó, voru of háir herrar í stöðum sínum til að láta auman þegn sig varða. Þá kom þar að Samverji sem Gyðingar höfðu andúð á og þeirra trú. Hann stoppaði, tók þennan mann, fór með hann á gistihús þar sem hann bað um umönnun fyrir hann og sagðist myndu sjá um allan kostnað. Ég lærði af þessari sögu að maður á virða allt fólk og hjálpa ef það er í okkar valdi. Ég get ómögulega séð af hverju börnin okkar mega ekki lengur læra um þessi heilbrigðu og góðu lífsviðhorf í skólanum.Höfundur er þýðandi og textaritari.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun