Oliver Luckett selur hið sögufræga Kjarvalshús á Seltjarnarnesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:02 Stofan státar af fimm metra lofthæð. Hér er eflaust ágætt að mála listaverk. Mynd/Fasteignaljósmyndun Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32
Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30