Sportpakkinn: „Hræðilegur sóknarleikur“ KR og tap í spennuleik í Seljaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:30 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira