Sportpakkinn: „Hræðilegur sóknarleikur“ KR og tap í spennuleik í Seljaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:30 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira