@Giannis_An34 stuffs the stat sheet with 36 PTS, 15 REB, 8 AST, 4 BLK in the @Bucks victory over Toronto! #FearTheDeerpic.twitter.com/CwULm1F7AL
— NBA (@NBA) November 3, 2019
Þessi lið áttust við í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem Toronto hafði betur, 4-2.
Milwaukee og Toronto hafa bæði unnið fjóra leiki á tímabilinu og tapað tveimur.
Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Þriggja stiga skot Furkans Korkmaz þegar 0,4 sekúndur voru eftir tryggði Philadelphia 76ers sigur á Portland Trail Blazers, 128-129. Philadelphia er eina ósigraða lið NBA-deildarinnar á tímabilinu.
FURKAN KORKMAZ FOR THE @SIXERS WIN! #PHILAUNITEpic.twitter.com/cyr3xHqF9G
— NBA (@NBA) November 3, 2019
Al Horford skoraði 25 stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 23. Joel Embiid var fjarri góðu gamni vegna leikbanns.
Andre Drummond skoraði 25 stig og tók 20 fráköst þegar Detroit Pistons lagði Brooklyn Nets að velli, 113-109. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem Drummond er með a.m.k. 20 stig og 20 fráköst.
25 PTS | 20 REB | 6 AST | 5 BLK | 3 STL@AndreDrummond dominates in the win over Brooklyn!
The @DetroitPistons center is now the 20th player in @NBAHistory to record at least 20 PTS and 20 REB in three or more straight games. pic.twitter.com/3VA4qjaOrK
— NBA (@NBA) November 3, 2019
Kyrie Irving var með þrefalda tvennu hjá Brooklyn; 20 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar.
Þá bar Oklahoma City Thunder sigurorð af New Orleans Pelicans, 115-104. New Orleans hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 23 stig fyrir fyrir Oklahoma sem er með tvo sigra og fjögur töp.
Úrslitin í nótt:
Milwaukee 115-105 Toronto
Portland 128-129 Philadelphia
Detroit 113-109 Brooklyn
Oklahoma 115-104 New Orleans
Orlando 87-91 Denver
Washington 109-131 Minnesota
Memphis 105-114 Phoenix
Golden State 87-93 Charlotte
the updated #NBA standings through Nov. 2nd! pic.twitter.com/Y9VKtVxlO3
— NBA (@NBA) November 3, 2019