Vilja stytta grunnskólanámið Jón Þórisson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Krakkar við nám í Melaskóla, grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira