Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira