Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:22 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45