Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13