Misskilningur Stúdentaráðs? Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. nóvember 2019 14:45 Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar