Viðsnúningur í umsóknum útlendinga um vernd á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 19:00 Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira