Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 12:01 Um er að ræða fyrsta skipti sem Mulvaney er tengdur við Úkraínumálið með berum orðum. Getty/Win McNamee Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25