Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 12:01 Um er að ræða fyrsta skipti sem Mulvaney er tengdur við Úkraínumálið með berum orðum. Getty/Win McNamee Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent