„Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ segir Þórdís um umræðuefni þeirra í dag.
Hitti okkar mann George Clooney í dag. Hélt ég yrði í fyrsta sinn star struck en svo var hann bara svo venjulegur og almennilegur og við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 30, 2019
Veðrið í Vatnajökulsþjóðgarði setti strik í reikninginn í síðustu viku og lágu tökur niðri einn dag vegna veðurs. Spenna er á Höfn í Hornafirði vegna verkefnisins en áttatíu íbúar á svæðinu eru við tökur á myndinni í þessari viku.

Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis.