Vörumerkið þitt, hvernig líður því? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. október 2019 12:00 Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun