Frítími og fjölskyldulíf með vinnu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. október 2019 15:00 Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun