Frítími og fjölskyldulíf með vinnu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. október 2019 15:00 Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun