Þykir „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panama-skjölin í nýrri Netflix-mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 12:26 Sigurði Inga Jóhannssyni bregður fyrir í Netflix-mynd um Panama-skjölin. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“ Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“
Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira