40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 15:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís. Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís.
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira