Sjálfgert barnaníðsefni kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2019 19:00 Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira