Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 13:58 Eins og sjá má þá gáfu rúður bíla sig í grjótfokinu sem var í Suðursveit í morgun. Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019 Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019
Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34