Lygilegur texti Eminem um heimsókn leyniþjónustunnar reyndist sannur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 23:20 Eminem er ekki aðdáandi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Mynd/Samsett Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30
Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13
Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00