Horft heim til Hrauns. Öxnadalsá í forgrunni. Yfir gnæfir Hraundrangi. Traktor frá bænum Auðnum í heyskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um mannlíf í Öxnadal í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld.
Kýrnar eru aðalbústofninn en Öxndælir halda enn tryggð við sauðféð og feta sig áfram í ferðaþjónustu og skógrækt.
Húsfreyjan á Auðnum, Sigríður Svavarsdóttir, heilsar upp á kvígurnar.Stöð 2/Arnar HalldórssonVið heimsækjum Hraun, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar, og einnig Steinsstaði, þar sem hann ólst upp, kynnumst kynngimögnuðu friðlandinu undir Hraundranga og dulúðinni í kringum Hraunsvatn, þar sem faðir Jónasar drukknaði.
Á bæjarhlaðinu á Hrauni, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns, segir frá Jónasi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þátturinn um Öxnadal verður sá fyrsti af þremur úr Hörgársveit en síðan fylgja þættir um Hörgárdal og Hjalteyri.
Þátturinn um samfélagið undir Hraundranga í sveitinni „þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ verður sýndur á mánudagskvöld klukkan 19.25.