Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 23:45 Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir að verða ári en segist nú sjá nokkuð eftir því. Vísir/EPA Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31