Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 23:45 Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir að verða ári en segist nú sjá nokkuð eftir því. Vísir/EPA Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31