Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 23:45 Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir að verða ári en segist nú sjá nokkuð eftir því. Vísir/EPA Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent