Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 20:26 Mark Milley ræddi við blaðamenn í Pentagon í dag. Getty/Chip Somodevilla Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44