Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2019 09:45 Japanir búa sig nú undir að Hagibis, öflugasti fellibylur sem sést hefur í Japan í 60 ár, nái landi. Vísir/AP Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála. Japan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála.
Japan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira