Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Daði Geir Samúelsson skrifar 14. október 2019 13:06 Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Umhverfismál Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun