Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 12:44 Júrí Ganus er yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands. Forveri hans lést árið 2016. Vísir/EPA Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu. Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu.
Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45
Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15
FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45
Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00
Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30