Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 12:44 Júrí Ganus er yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands. Forveri hans lést árið 2016. Vísir/EPA Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu. Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu.
Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45
Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15
FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45
Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00
Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30