„Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 15:00 Mannlegur breyskleiki og mistök voru óskarsverðlaunaleikkonunni ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á árlegri samkomu leikkvenna í Hollywood. Vísir/Getty Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“
Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira