„Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 15:00 Mannlegur breyskleiki og mistök voru óskarsverðlaunaleikkonunni ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á árlegri samkomu leikkvenna í Hollywood. Vísir/Getty Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“
Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira