Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 17. október 2019 13:15 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar