Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2019 13:23 Haukur Arnþórsson, prófessor í stjórnsýslufræðum, gefur í dag út bókina Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“ Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira