Þriggja milljarða WOW-högg fyrir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2019 14:47 Gjaldþrot WOW air í mars hefur haft merkjanleg áhrif á rekstur Isavia. vísir/vilhelm Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna, samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Þetta má lesa úr nýjum árshlutareikningi Isavia, sem birtur var á vef félagsins í dag.Þar er viðsnúningurinn rakinn að mestu til falls flugfélagsins WOW air í lok mars. Isavia segist þannig hafa þurft að niðurfæra kröfu vegna flugfélagsins, sem nam tæplega 2,1 milljarði króna, auk þess sem tekjur þess drógust saman vegna fækkunar ferðamanna. Félagið áætlar þannig að heildarafkoman fyrir árið í heild verði í járnum. Rekstrartekjur Isavia á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 18,1 milljarði króna, sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Aftur á móti stóð rekstrarkostnaður í stað á milli tímabila. Heildarafkoman var um 2,5 milljarða samanborið við 1,5 milljarða jákvæða heildarafkomu á sama tímabili í fyrra. Þessar breytingar eru einkum raktar til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/Bjarni„Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air,“ segir í útskýringu ISAVIA. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að afkoma félagsins sé bersýnilega mörkuð af gjaldþroti WOW air. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri. „Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn. Uppgjör Isavia í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna, samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Þetta má lesa úr nýjum árshlutareikningi Isavia, sem birtur var á vef félagsins í dag.Þar er viðsnúningurinn rakinn að mestu til falls flugfélagsins WOW air í lok mars. Isavia segist þannig hafa þurft að niðurfæra kröfu vegna flugfélagsins, sem nam tæplega 2,1 milljarði króna, auk þess sem tekjur þess drógust saman vegna fækkunar ferðamanna. Félagið áætlar þannig að heildarafkoman fyrir árið í heild verði í járnum. Rekstrartekjur Isavia á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 18,1 milljarði króna, sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Aftur á móti stóð rekstrarkostnaður í stað á milli tímabila. Heildarafkoman var um 2,5 milljarða samanborið við 1,5 milljarða jákvæða heildarafkomu á sama tímabili í fyrra. Þessar breytingar eru einkum raktar til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/Bjarni„Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air,“ segir í útskýringu ISAVIA. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að afkoma félagsins sé bersýnilega mörkuð af gjaldþroti WOW air. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri. „Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn. Uppgjör Isavia í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun