Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Keflavík er Mekka kvennakörfuboltans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir á föstudag.
Spekingarnir á föstudag. vísir/skjáskot
Það var mikil spenna í leik KR og Keflavíkur í 1. umferð Dominos-deildar kvenna en KR vann eins stigs sigur, 80-79, eftir mikla dramatík.

Domino's Körfuboltakvöld gerði upp fyrstu umferðina í þætti sínum á föstudagskvöldið en þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson voru í settinu.

Það kom mörgum á óvart að Keflavík hafi staðið svona í KR-liðinu en Keflavík hefur misst marga leikmenn frá því á síðustu leiktíð.

„Þær eru að missa fullt af stelpum síðan í fyrra en samt eru þær með tvö lið í meistaraflokki. Eitt í Dominos-deildinni og eitt í fyrstu deild. Það eru ógeðslega margar góðar stelpur þarna. Þetta er Mekka kvennakörfuboltans á Íslandi,“ sagði Benedikt.

„Þetta Keflavíkurhjarta er ódrepandi í kvennaboltanum og þær komu alltaf til baka. Ég held að KR-stelpurnar hafi haft meiri trú á því sem þær voru að gera í fjórða leikhlutanum en hafði verið allan leikinn,“ bætti Hermann Hauksson við.

Allt innslagið um 1. umferð Dominos-deildar kvenna má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Dominos-deild kvenna

Tengdar fréttir

Benni Gumm: Það small í smá stund

Benedikt Guðmundsson, títt nefndur Benni Gumm, var sáttur með sigur KR á Keflavík eftir sveiflukenndan leik þar sem munaði minnstu að gestirnir stælu sigrinum á lokasekúndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×