Að hafa kjark og dug Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. október 2019 07:00 Asbest var lengi álitið afbragðs einangrunar- og byggingarefni. Um 1935 var orðið ljóst að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnasjúkdómum sem koma fram á 10-15 árum. Þrátt fyrir það liðu sjötíu ár þar til allsherjarbann við notkun asbests gekk í gildi árið 2005. Lungun eru í lykilhlutverki. Á hverjum sólarhring andar þú meira en 4.000 lítrum af andrúmslofti. Ummál lungna er á við tennisvöll sem sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er fyrir líkamann að fá nægt súrefni. Ef lungnablöðrurnar eyðileggjast þá kafnar viðkomandi. Nú er kominn fram nýr lungnasjúkdómur með þekkta orsök. Rafsígarettur hafa valdið skaða á lungnablöðrum ófárra unglinga. Það vekur óhug þar sem um 15% barna í tíunda bekk reykja rafsígarettur samkvæmt nýrri skýrslu. Þetta hlutfall gæti verið hærra því einhverjir þora ekki að segja rétt frá. Unglingar eru á viðkvæmu þroskaskeiði. Á sama tíma og þeir eru að undirbúa sjálfstæði sitt er þeim hættara við að taka ákvarðanir út frá hvatvísi því framheili þeirra tekur síðast út þroska. Taugafrumur heilans eru ekki fullvíraðar sem gerir þeim auk þess hættara við að ánetjast fíkniefnum. Nú heyrum við að yfirvöld vilji skoða reglur um sölu á rafsígarettum. Erum við að fara í annað asbestferli þar sem málið mun taka áratugi áður en almennilega er tekið á þessu? Í San Francisco er búið að banna sölu á rafsígarettum. Það má fara milliveg og selja einungis rafsígarettur í apótekum sem tól til að hætta sígarettureykingum, enda voru þær upphaflega ætlaðar til þess. Sveitarfélög geta tekið á þessum málum ef Alþingi hefur hvorki kjark né dug til að afstýra þessu lýðheilsuslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Asbest var lengi álitið afbragðs einangrunar- og byggingarefni. Um 1935 var orðið ljóst að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnasjúkdómum sem koma fram á 10-15 árum. Þrátt fyrir það liðu sjötíu ár þar til allsherjarbann við notkun asbests gekk í gildi árið 2005. Lungun eru í lykilhlutverki. Á hverjum sólarhring andar þú meira en 4.000 lítrum af andrúmslofti. Ummál lungna er á við tennisvöll sem sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er fyrir líkamann að fá nægt súrefni. Ef lungnablöðrurnar eyðileggjast þá kafnar viðkomandi. Nú er kominn fram nýr lungnasjúkdómur með þekkta orsök. Rafsígarettur hafa valdið skaða á lungnablöðrum ófárra unglinga. Það vekur óhug þar sem um 15% barna í tíunda bekk reykja rafsígarettur samkvæmt nýrri skýrslu. Þetta hlutfall gæti verið hærra því einhverjir þora ekki að segja rétt frá. Unglingar eru á viðkvæmu þroskaskeiði. Á sama tíma og þeir eru að undirbúa sjálfstæði sitt er þeim hættara við að taka ákvarðanir út frá hvatvísi því framheili þeirra tekur síðast út þroska. Taugafrumur heilans eru ekki fullvíraðar sem gerir þeim auk þess hættara við að ánetjast fíkniefnum. Nú heyrum við að yfirvöld vilji skoða reglur um sölu á rafsígarettum. Erum við að fara í annað asbestferli þar sem málið mun taka áratugi áður en almennilega er tekið á þessu? Í San Francisco er búið að banna sölu á rafsígarettum. Það má fara milliveg og selja einungis rafsígarettur í apótekum sem tól til að hætta sígarettureykingum, enda voru þær upphaflega ætlaðar til þess. Sveitarfélög geta tekið á þessum málum ef Alþingi hefur hvorki kjark né dug til að afstýra þessu lýðheilsuslysi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun