Fá ekki aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í stóra amfetamínmálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2019 10:53 Einn sakborninga með klút, sólgleraugu og hettu við þingfestingu í héraðsdómi. vísir/vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að héraðssaksóknari þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir hinna ákærðu, þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson, kröfðust þess að fá aðgang að umræddum gögnum auk þess sem þess var krafist að héraðssaksóknari myndi taka til sín rannsókn á meintu peningaþvætti þeirra og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Í úrskurði Landsréttar segir að í lögum meðferð sakamála komi fram sú meginregla að verjandi skuli eins fljótt og auðið er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Hljóð- og myndefni teljist hins vegar ekki til skjala í skilningi ákvæðisins og verði af þeirri ástæðu að hafa kröfunni um að fá afrit af hlustunum, „enda verður að skilja kröfuna svo að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um,“ eins og segir í úrskurði Landsréttar. Varðandi kröfuna um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu segir að það verði að líta til þess að það sé almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni. Ákæruvaldið hafi í þessu máli lýst því yfir að dagbókarfærslurnar hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá hafi ákærðu „ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldinu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði,“ segir í úrskurði Landsréttar sem lesa má hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að héraðssaksóknari þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Tveir hinna ákærðu, þeir Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson, kröfðust þess að fá aðgang að umræddum gögnum auk þess sem þess var krafist að héraðssaksóknari myndi taka til sín rannsókn á meintu peningaþvætti þeirra og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Í úrskurði Landsréttar segir að í lögum meðferð sakamála komi fram sú meginregla að verjandi skuli eins fljótt og auðið er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Hljóð- og myndefni teljist hins vegar ekki til skjala í skilningi ákvæðisins og verði af þeirri ástæðu að hafa kröfunni um að fá afrit af hlustunum, „enda verður að skilja kröfuna svo að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um,“ eins og segir í úrskurði Landsréttar. Varðandi kröfuna um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu segir að það verði að líta til þess að það sé almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni. Ákæruvaldið hafi í þessu máli lýst því yfir að dagbókarfærslurnar hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Þá hafi ákærðu „ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þessa máls. Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldinu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði,“ segir í úrskurði Landsréttar sem lesa má hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30