Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2019 15:17 Stjórnarráð Íslands. Upplýsingastreymi frá hinu opinbera er við frostmark. visir/hanna Tregða hins opinbera – kerfisins – við að veita fjölmiðlum og þar með almenningi upplýsingar virðist færast í aukana ef eitthvað er. Í síðustu viku sendi Vísir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í sjálfu sér heyrir það ekki til tíðinda en svo virðist að þrátt fyrir aukinn fjölda upplýsingafulltrúa á öllum helstu póstum hins opinbera þá hefur það heldur orðið til að hefta upplýsingagjöf en hitt, að því er virðist. Í svari sem barst frá nefndinni segir meðal annars: „Málið þitt er 50. elsta málið í málaskrá úrskurðarnefndarinnar. Það verður því einhver töf á úrskurði í málinu og er ólíklegt að kveðinn verði upp úrskurður í því á þessu ári. Það er þó ekki útilokað.“ Í síðasta mánuði ritaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir, ritstjóri frettabladid.is, pistil þar sem hún vekur athygli á þessari tregðu sem kveður rammt að. Sunna Karen segir meðal annars að það heyri nú orðið til undantekninga að gerlegt sé að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust: „… því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni.“ Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Tregða hins opinbera – kerfisins – við að veita fjölmiðlum og þar með almenningi upplýsingar virðist færast í aukana ef eitthvað er. Í síðustu viku sendi Vísir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í sjálfu sér heyrir það ekki til tíðinda en svo virðist að þrátt fyrir aukinn fjölda upplýsingafulltrúa á öllum helstu póstum hins opinbera þá hefur það heldur orðið til að hefta upplýsingagjöf en hitt, að því er virðist. Í svari sem barst frá nefndinni segir meðal annars: „Málið þitt er 50. elsta málið í málaskrá úrskurðarnefndarinnar. Það verður því einhver töf á úrskurði í málinu og er ólíklegt að kveðinn verði upp úrskurður í því á þessu ári. Það er þó ekki útilokað.“ Í síðasta mánuði ritaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir, ritstjóri frettabladid.is, pistil þar sem hún vekur athygli á þessari tregðu sem kveður rammt að. Sunna Karen segir meðal annars að það heyri nú orðið til undantekninga að gerlegt sé að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust: „… því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni.“
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira