Allir vinna! Sandra B. Franks skrifar 8. október 2019 11:10 Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80% hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100% starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er ekki síst vegna þessara þátta sem við stöndum frammi fyrir skorti á sjúkraliðum og að nýliðun inn í fagið gengur of hægt. Skorturinn veldur auknu álagi á þá sem starfa í faginu, kulnun hefur farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Þessi staða hefur legið lengi fyrir og kemur engum sem til þekkir á óvart. Í kjaraviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands, sem samninganefnd BSRB leiðir, er stytting vinnuvikunnar ein meginkrafan, enda eru afleiðingar af miklu vinnuálagi vel þekktar og geta verið óafturkræfar. Stytting vinnuvikunnar hefur um árabil verið eitt mikilvægasta baráttumál sjúkraliða og allflestir sem hafa kynnt sér málið átta sig á mikilvægi hennar. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma fyrir sjúkraliða snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að þeim sé gert kleift að vinna 100% starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og heilsufari sínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land, hafa stytt vinnuvikuna eða eru að gera tilraunir með styttri vinnuviku með mjög góðum árangri. Flest bendir til þess að áhrifin séu afar jákvæð og hafa mælingar sýnt fram á marktækt betri líðan starfsmanna, aukna starfsánægju, minni veikindi og aukna framlegð. Fyrir launagreiðendur þýðir því stytting vinnuvikunnar ánægðara starfsfólk, meiri framleiðni, aukna hollustu í starfi og minni starfsmannavelta. Ávinningurinn af styttri vinnuviku er því einfaldlega sá að allir vinna. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80% hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100% starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er ekki síst vegna þessara þátta sem við stöndum frammi fyrir skorti á sjúkraliðum og að nýliðun inn í fagið gengur of hægt. Skorturinn veldur auknu álagi á þá sem starfa í faginu, kulnun hefur farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Þessi staða hefur legið lengi fyrir og kemur engum sem til þekkir á óvart. Í kjaraviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands, sem samninganefnd BSRB leiðir, er stytting vinnuvikunnar ein meginkrafan, enda eru afleiðingar af miklu vinnuálagi vel þekktar og geta verið óafturkræfar. Stytting vinnuvikunnar hefur um árabil verið eitt mikilvægasta baráttumál sjúkraliða og allflestir sem hafa kynnt sér málið átta sig á mikilvægi hennar. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma fyrir sjúkraliða snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að þeim sé gert kleift að vinna 100% starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og heilsufari sínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land, hafa stytt vinnuvikuna eða eru að gera tilraunir með styttri vinnuviku með mjög góðum árangri. Flest bendir til þess að áhrifin séu afar jákvæð og hafa mælingar sýnt fram á marktækt betri líðan starfsmanna, aukna starfsánægju, minni veikindi og aukna framlegð. Fyrir launagreiðendur þýðir því stytting vinnuvikunnar ánægðara starfsfólk, meiri framleiðni, aukna hollustu í starfi og minni starfsmannavelta. Ávinningurinn af styttri vinnuviku er því einfaldlega sá að allir vinna. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun