Lýsir fyrstu kynnum sínum af Andrési prins og segir hann hafa verið virkan þátttakanda Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 23:45 Virginia Giuffre ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í New York í ágúst. Vísir/Getty Virginia Giuffre, ein kvennanna sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi þegar hún var á táningsaldri, segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. Hin 35 ára gamla Giuffre var í viðtali við NBC þar sem hún sagði Jeffrey Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein. Sjá einnig: Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Sagðist Giuffre hafa verið „ráðin“ af Ghislaine Maxwell, náinni samstarfskonu Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago klúbbnum sem er í eigu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því þegar hún hitti prinsinn í fyrsta skiptið. Hún hafi farið með Maxwell til London þar sem þær dvöldu á heimili Maxwell. „Í fyrsta skiptið sem ég fór til London var ég svo ung. Ghislaine vakti mig einn morguninn og sagði: „Þú ert að fara að hitta prins í dag“,“ sagði Giuffre og bætti við að hana hefði ekki grunað að hún yrði látin stunda kynlíf með prinsinum. „Ég vil að þú gerir það sama fyrir hann og þú gerir fyrir Epstein“ Giuffre var því næst flutt á næturkúbb í borginni þar sem hún hitti prinsinn. Þar hafi hann farið með hana á svokallað VIP svæði, gefið henni sterkt áfengi og beðið hana um að dansa fyrir sig. Hún hafi verið furðu lostinn yfir því að meira segja kóngafólk væri hluti af tengslaneti Epstein. „Ég gat ekki trúað því, að kóngafólk væri í þessu líka,“ sagði Giuffre. Þegar þau komu aftur á heimili Maxwell var Giuffre skipað að gera „það sama fyrir prinsinn og hún gerði fyrir Epstein“. Hann hafi því næst misnotað hana á baðherbergi hússins áður en þau færðu sig í svefnherbergið. Að sögn Giuffre var Andrés kurteis og viðkunnanlegur en þrátt fyrir það ofbeldismaður sem hafi misnotað hana. Árið 2011 gaf Giuffre skýrslu og sagði að Andrés vissi sannleikann um barnaníð Esptein. Sagði hún að það ætti að láta prinsinn gefa skýrslu. Árið 2014 sagði hún svo fyrir dómi að Epstein hefði neytt hana til þess að stunda kynlíf með prinsinum og öðrum vinum auðkýfingsins. Hafnar alfarið að hafa átt samræði við Giuffre Andrés prins hefur áður hafnað ásökunum í sinn garð og sagði konungsfjölskyldan þær vera andstyggilegar. Andrés segist aldrei hafa átt í nokkrum samskiptum við Giuffre og hafnar því að hafa haft samræði við hana. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni kemur fram að fullyrðingar Giuffre væru ósannar og alls ekki á rökum reistar. Giuffre segir yfirlýsingarnar ekki koma sér á óvart. „Hann neitar því að þetta hafi gerst og hann mun halda áfram að neita því að þetta hafi gerst, en hann veit sannleikann og ég veit sannleikann.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtali NBC við sex konur sem hafa sakað Epstein um kynferðisbrot. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Epstein sakaður um kynferðisbrot gegn konum í Frakklandi Þrjár konur segjast vera fórnarlömb bandaríska auðmannsins, að sögn saksóknara í París. 11. september 2019 11:47 Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. 22. ágúst 2019 23:32 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Virginia Giuffre, ein kvennanna sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi þegar hún var á táningsaldri, segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. Hin 35 ára gamla Giuffre var í viðtali við NBC þar sem hún sagði Jeffrey Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein. Sjá einnig: Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Sagðist Giuffre hafa verið „ráðin“ af Ghislaine Maxwell, náinni samstarfskonu Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago klúbbnum sem er í eigu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því þegar hún hitti prinsinn í fyrsta skiptið. Hún hafi farið með Maxwell til London þar sem þær dvöldu á heimili Maxwell. „Í fyrsta skiptið sem ég fór til London var ég svo ung. Ghislaine vakti mig einn morguninn og sagði: „Þú ert að fara að hitta prins í dag“,“ sagði Giuffre og bætti við að hana hefði ekki grunað að hún yrði látin stunda kynlíf með prinsinum. „Ég vil að þú gerir það sama fyrir hann og þú gerir fyrir Epstein“ Giuffre var því næst flutt á næturkúbb í borginni þar sem hún hitti prinsinn. Þar hafi hann farið með hana á svokallað VIP svæði, gefið henni sterkt áfengi og beðið hana um að dansa fyrir sig. Hún hafi verið furðu lostinn yfir því að meira segja kóngafólk væri hluti af tengslaneti Epstein. „Ég gat ekki trúað því, að kóngafólk væri í þessu líka,“ sagði Giuffre. Þegar þau komu aftur á heimili Maxwell var Giuffre skipað að gera „það sama fyrir prinsinn og hún gerði fyrir Epstein“. Hann hafi því næst misnotað hana á baðherbergi hússins áður en þau færðu sig í svefnherbergið. Að sögn Giuffre var Andrés kurteis og viðkunnanlegur en þrátt fyrir það ofbeldismaður sem hafi misnotað hana. Árið 2011 gaf Giuffre skýrslu og sagði að Andrés vissi sannleikann um barnaníð Esptein. Sagði hún að það ætti að láta prinsinn gefa skýrslu. Árið 2014 sagði hún svo fyrir dómi að Epstein hefði neytt hana til þess að stunda kynlíf með prinsinum og öðrum vinum auðkýfingsins. Hafnar alfarið að hafa átt samræði við Giuffre Andrés prins hefur áður hafnað ásökunum í sinn garð og sagði konungsfjölskyldan þær vera andstyggilegar. Andrés segist aldrei hafa átt í nokkrum samskiptum við Giuffre og hafnar því að hafa haft samræði við hana. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni kemur fram að fullyrðingar Giuffre væru ósannar og alls ekki á rökum reistar. Giuffre segir yfirlýsingarnar ekki koma sér á óvart. „Hann neitar því að þetta hafi gerst og hann mun halda áfram að neita því að þetta hafi gerst, en hann veit sannleikann og ég veit sannleikann.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtali NBC við sex konur sem hafa sakað Epstein um kynferðisbrot.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Epstein sakaður um kynferðisbrot gegn konum í Frakklandi Þrjár konur segjast vera fórnarlömb bandaríska auðmannsins, að sögn saksóknara í París. 11. september 2019 11:47 Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. 22. ágúst 2019 23:32 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Epstein sakaður um kynferðisbrot gegn konum í Frakklandi Þrjár konur segjast vera fórnarlömb bandaríska auðmannsins, að sögn saksóknara í París. 11. september 2019 11:47
Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. 22. ágúst 2019 23:32
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56