Geimveruunnendur mættu til Nevada til að brjótast inn á Svæði 51 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 11:25 Margir þeirra sem mættu á Area 51 voru klæddir geimverubúningum. ap/John Locher Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira