Geimveruunnendur mættu til Nevada til að brjótast inn á Svæði 51 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 11:25 Margir þeirra sem mættu á Area 51 voru klæddir geimverubúningum. ap/John Locher Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira