Opinberun tvöfeldninnar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 22. september 2019 18:51 Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar