iPhone sem féll úr flugvél yfir Skaftárdal fannst í ágætu ástandi ári síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 15:01 Haukur við flugvél sína TF ULF. Myndin var einmitt tekin með iPhone 6S símanum nokkrum dögum áður en hann glataðist í fyrra. Haukur Snorrason Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr. Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr.
Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira