Demi Moore um samband sitt við Ashton Kutcher: „Mér leið eins og ég væri háð honum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2019 08:30 Demi Moore og Ashton Kutcher voru gift frá 2005 til 2012. vísir/getty Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að hún hafi engan áhuga á að kenna einhverjum um eða gera illmenni úr einhverjum í nýútkomnum æviminningum sínum, Inside Out. Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um bókina og þar sem þar kemur fram auk þess sem Moore hefur sjálf veitt viðtöl vegna útgáfu bókarinnar. Þannig mætti Moore í spjallþátt Ellen DeGeneres í gær og ræddi meðal annars um hjónabönd sín við þá Bruce Willis og Ashton Kutcher. Fram kemur að í bókinni að Kutcher hafi verið Moore ótrúr og átt í ástarsamböndum við aðrar konur. Þá segir Moore að þau hafi stundað þríleiki. Hún hafi samþykkt að taka þátt í því þar sem hún hélt að það væri eitthvað sem Kutcher vildi og hún þráði að gera honum til geðs.Moore og Willis enn góðir vinir Ellen spurði Moore hvort hún hafi viljað halda sambandinu gangandi og hvort hún hafi reynt það þrátt fyrir framhjáhald Kutcher. „Já, ég held að ég hafi villst einhvern veginn af leið því ég vildi ekki svara erfiðu spurningunni eða hvað það var sem vantaði upp á. Mér leið eins og ég væri háð honum, ég reiddi mig svo mikið á hann og ég hafði aldrei upplifað svona tengsl áður,“ sagði Moore. Hún og Kuthcer giftu sig árið 2005 en skildu árið 2012. Moore var einnig gift Bruce Willis og á með honum þrjár dætur. Hún sagði frá því hjá Ellen að þau Willis væru enn góðir vinir. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Það er langt síðan við skildum en við vorum bæði sammála um að börnin væru í forgangi hjá okkur og það sem við áttum saman var ekki þeirra,“ sagði Moore. Hollywood Tengdar fréttir Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. 24. september 2019 08:18 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að hún hafi engan áhuga á að kenna einhverjum um eða gera illmenni úr einhverjum í nýútkomnum æviminningum sínum, Inside Out. Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um bókina og þar sem þar kemur fram auk þess sem Moore hefur sjálf veitt viðtöl vegna útgáfu bókarinnar. Þannig mætti Moore í spjallþátt Ellen DeGeneres í gær og ræddi meðal annars um hjónabönd sín við þá Bruce Willis og Ashton Kutcher. Fram kemur að í bókinni að Kutcher hafi verið Moore ótrúr og átt í ástarsamböndum við aðrar konur. Þá segir Moore að þau hafi stundað þríleiki. Hún hafi samþykkt að taka þátt í því þar sem hún hélt að það væri eitthvað sem Kutcher vildi og hún þráði að gera honum til geðs.Moore og Willis enn góðir vinir Ellen spurði Moore hvort hún hafi viljað halda sambandinu gangandi og hvort hún hafi reynt það þrátt fyrir framhjáhald Kutcher. „Já, ég held að ég hafi villst einhvern veginn af leið því ég vildi ekki svara erfiðu spurningunni eða hvað það var sem vantaði upp á. Mér leið eins og ég væri háð honum, ég reiddi mig svo mikið á hann og ég hafði aldrei upplifað svona tengsl áður,“ sagði Moore. Hún og Kuthcer giftu sig árið 2005 en skildu árið 2012. Moore var einnig gift Bruce Willis og á með honum þrjár dætur. Hún sagði frá því hjá Ellen að þau Willis væru enn góðir vinir. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Það er langt síðan við skildum en við vorum bæði sammála um að börnin væru í forgangi hjá okkur og það sem við áttum saman var ekki þeirra,“ sagði Moore.
Hollywood Tengdar fréttir Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. 24. september 2019 08:18 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. 24. september 2019 08:18