Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka í dag: Sýning á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 12:15 Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag, 28. september 2019. Heimasíða Brims Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni.
Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira